Verna - Áskrift að öryggi icon

Verna - Áskrift að öryggi

Verna hf.
Free
5.0 out of 5

About Verna - Áskrift að öryggi

Bílatrygging þar sem þú stjórnar ferðinni og verðinu! Þú getur sparað allt að 40%, greiðir mánaðarlegt gjald og getur sagt upp hvenær sem er. Við mælum aksturinn þinn í Verna appinu og hverri bílferð eru gefin stig út frá fimm þáttum: mýkt, hraða, einbeitingu, þreytu og tíma dags. Þú getur eytt út ferðum sem eiga ekki heima í útreikningum, til dæmis þar sem þú varst ekki bílstjóri.

Með góðu ökuskori getur þú keyrt niður verðið og þannig hvetjum við viðskiptavini til þess að vera betri ökumenn. Við verðlaunum þá sem keyra betur, minnum á að sjá vel um bílinn sinn og að halda fókus við aksturinn. Allt þetta skilar minni mengun út í umhverfið, fækkar slysum, lækkar tjónakostnað og verð fyrir alla.

Í Verna appinu getur þú tilkynnt tjón. Við afgreiðum tjón hratt og örugglega og oft sjálfvirkt. Þú getur spjallað við okkur í netspjalli í gegnum appið, fengið vegaaðstoð og hring beint í 112.

Þú getur boðið vinum og kunningjum að gerast viðskiptavinir Verna og lækkað þannig þínar eigin tryggingar og þeirra - að eilífu!

Verna er sprotafyrirtæki sem er að taka sín fyrstu skref - við viljum að fyrstu skrefin séu tekin rétt. Um leið og við skilum hagnaði fara 10% af honum óskert til góðgerðamála.

Verna - Áskrift að öryggi Screenshots